Lífið

Evgenía prinsessa er ólétt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Evgenía á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Jack Brooksbank.
Evgenía á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Jack Brooksbank. Getty/Kirsty O'Connor

Evgenía, prinsessan af Jórvík, og eiginmaður hennar, Jack Brooksbank, eiga von á sínu öðru barni. Prinsessan sinnir ekki lengur konunglegum skyldum en er samt sem áður ellefta í erfðaröð bresku krúnunnar. 

Þau hjónin eiga fyrir einn son, August Philip Hawke Brooksbank, sem fæddist í febrúar árið 2021. Hann er tólfti í erfðaröðinni og mun nýja barnið verða þrettánda í röðinni. 

Evgenía er yngri dóttir Andrésar prins, bróður Karls III konungs. Hún á eina eldri systur, Beatrice, en foreldrar þeirra skildu þegar Beatrice var átta ára og Evgenía sex ára. 

„Fjölskyldan er himinlifandi og August er mjög spenntur að verða stóri bróðir,“ segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.