„Ég kann ekkert að vera einhleypur“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:53 Leikarinn Hilmir Snær Guðnason var gestur í Bakarínu á Bylgjunni um helgina þar sem hann ræddi meðal annars um leiklistina og lífið sjálft. Vísir/Vilhelm „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu. Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Hilmir um leikhúsið, landsbyggðardrauminn og lífsins dans. Æfði dans og ballett í nokkra mánuði „Ég blótaði þessu margoft þegar ég var á þessum dansæfingum. Ég vildi aðeins koma mér í form fyrir þetta, því ég er auðvitað að verða 54 ára, kominn með annan fótinn í gröfina,“ segir hann kíminn. Ég var að æfa þetta frá því í október, var með einka dansþjálfara og hún var með mig í tímum og lét mig dansa. Það var ballett og það var þetta og hitt. Ég var bara í þessu í marga mánuði. Leikritið Mátulegir er byggt á dönsku kvikmyndinni Druk og fer Hilmir með eitt aðalhlutverka ásamt þeim Jörundi Ragnarssyni, Halldóri Gylfasyni og Þorsteini Bachmann. Alltaf í prómil Hilmir segist njóta þess að vinna með þessum góða hópi leikara enda séu þeir allir miklir vinir líkt og karakterarnir sjálfir. Leikritið fjallar um að þarna eru menn sem komast að þeirri niðurstöðu að taka sameiginlega ákvörðun um það að verða „mátulegir“, eða alltaf í 0,5 prómil. „Það á að uppfæra mann og á, samkvæmt heimspekingnum Søren Kierkegaard, að snúast um það að okkur vanti þessi 0,5 prómil af áfengi í mannskepnuna, bara í blóðið. Til þess að vera betra fólk, líða betur og gera allt betur. Vera glaðari, ákveðnari og beinskeyttari,“ segir Hilmir en eins og þeir sem hafa séð myndina Druk vita þá fer þessi tilraun jú ekki alveg eins og vonir báru til. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Hilmi Snæ í heild sinni. Lattelepjandi landsbyggðar bóhem Þrátt fyrir að hafa alist upp í miðbænum og vera að eigin sögn mikil miðbæjarrotta hefur landsbyggðin og lífið úti á landi alltaf heillað Hilmi. Hann er mikill hestamaður og veit fátt betra en ferðalög og ævintýri í íslenskri náttúru. Aðspurður hvernig hann sjái fyrir sér framtíðina hvað varðar búetu svarar hann: „Þú ert eiginlega að spyrja mig, hvernig sérðu fyrir þér endalokin,“ segir hann og skellir upp úr. Jú, ég sé svolítið fyrir mér að á næstu tíu til fimmtán árum muni ég koma mér svolítið fyrir úti á landi líka. Mig langar svolítið að eiga eitthvað notalegt athvarf þar og eiginlega búa þar mestmegnis. En eiga svo einhverja holu hérna í bænum, þegar ég þarf að vinna í bænum. Hann segir ræturnar það sterkar í miðbæinn að hann gæti líklega ekki hugsað sér að búa alfarið úti á landi. Stígur varlega fyrstu skrefin í nýju lífi Þegar talið best að hestamennskunni segist Hilmir ekki geta hugsað sér lífið án hennar en sjálfur er hann með hesthús í Kópavogi og sinnir hestamennskunni daglega þegar hrossin eru í húsi. Á hestbaki gleymir maður öllu öðru. Maður gleymir reikningunum, maður gleymir heimilisvandræðunum. Mikil vatnaskil urðu í lífi Hilmis á síðasta ári en þá bárust fréttir af því að hann væri orðinn einhleypur eftir tólf ára hjónaband. Aðspurður út í upplifunina að koma aftur út á markaðinn eftir að hafa verið síðast einhleypur á síðustu öld, eins og hann orðar það, viðurkennir hann að allt sé mjög breytt. Yfir höfuð séu tæknimál eitthvað sem hann hafi alltaf þurft mikla aðstoð við svo að samskipti á samfélagsmiðlum og breytt landslag á stefnumótamarkaðinum séu vægast sagt framandi. Jú, jesús minn. Ég kann ekkert á þetta umhverfi. Þetta er mjög breytt umhverfi. Ég kann ekkert að vera einhleypur. Nú er bara að læra og taka fyrstu skrefin, í hálkunni.... bætir hann við glottandi og viðurkennir að stundum geti maður jú runnið á rassinn í hálkunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Leikhús Hestar Ástin og lífið Dans Tengdar fréttir Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 11. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Hilmir um leikhúsið, landsbyggðardrauminn og lífsins dans. Æfði dans og ballett í nokkra mánuði „Ég blótaði þessu margoft þegar ég var á þessum dansæfingum. Ég vildi aðeins koma mér í form fyrir þetta, því ég er auðvitað að verða 54 ára, kominn með annan fótinn í gröfina,“ segir hann kíminn. Ég var að æfa þetta frá því í október, var með einka dansþjálfara og hún var með mig í tímum og lét mig dansa. Það var ballett og það var þetta og hitt. Ég var bara í þessu í marga mánuði. Leikritið Mátulegir er byggt á dönsku kvikmyndinni Druk og fer Hilmir með eitt aðalhlutverka ásamt þeim Jörundi Ragnarssyni, Halldóri Gylfasyni og Þorsteini Bachmann. Alltaf í prómil Hilmir segist njóta þess að vinna með þessum góða hópi leikara enda séu þeir allir miklir vinir líkt og karakterarnir sjálfir. Leikritið fjallar um að þarna eru menn sem komast að þeirri niðurstöðu að taka sameiginlega ákvörðun um það að verða „mátulegir“, eða alltaf í 0,5 prómil. „Það á að uppfæra mann og á, samkvæmt heimspekingnum Søren Kierkegaard, að snúast um það að okkur vanti þessi 0,5 prómil af áfengi í mannskepnuna, bara í blóðið. Til þess að vera betra fólk, líða betur og gera allt betur. Vera glaðari, ákveðnari og beinskeyttari,“ segir Hilmir en eins og þeir sem hafa séð myndina Druk vita þá fer þessi tilraun jú ekki alveg eins og vonir báru til. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Hilmi Snæ í heild sinni. Lattelepjandi landsbyggðar bóhem Þrátt fyrir að hafa alist upp í miðbænum og vera að eigin sögn mikil miðbæjarrotta hefur landsbyggðin og lífið úti á landi alltaf heillað Hilmi. Hann er mikill hestamaður og veit fátt betra en ferðalög og ævintýri í íslenskri náttúru. Aðspurður hvernig hann sjái fyrir sér framtíðina hvað varðar búetu svarar hann: „Þú ert eiginlega að spyrja mig, hvernig sérðu fyrir þér endalokin,“ segir hann og skellir upp úr. Jú, ég sé svolítið fyrir mér að á næstu tíu til fimmtán árum muni ég koma mér svolítið fyrir úti á landi líka. Mig langar svolítið að eiga eitthvað notalegt athvarf þar og eiginlega búa þar mestmegnis. En eiga svo einhverja holu hérna í bænum, þegar ég þarf að vinna í bænum. Hann segir ræturnar það sterkar í miðbæinn að hann gæti líklega ekki hugsað sér að búa alfarið úti á landi. Stígur varlega fyrstu skrefin í nýju lífi Þegar talið best að hestamennskunni segist Hilmir ekki geta hugsað sér lífið án hennar en sjálfur er hann með hesthús í Kópavogi og sinnir hestamennskunni daglega þegar hrossin eru í húsi. Á hestbaki gleymir maður öllu öðru. Maður gleymir reikningunum, maður gleymir heimilisvandræðunum. Mikil vatnaskil urðu í lífi Hilmis á síðasta ári en þá bárust fréttir af því að hann væri orðinn einhleypur eftir tólf ára hjónaband. Aðspurður út í upplifunina að koma aftur út á markaðinn eftir að hafa verið síðast einhleypur á síðustu öld, eins og hann orðar það, viðurkennir hann að allt sé mjög breytt. Yfir höfuð séu tæknimál eitthvað sem hann hafi alltaf þurft mikla aðstoð við svo að samskipti á samfélagsmiðlum og breytt landslag á stefnumótamarkaðinum séu vægast sagt framandi. Jú, jesús minn. Ég kann ekkert á þetta umhverfi. Þetta er mjög breytt umhverfi. Ég kann ekkert að vera einhleypur. Nú er bara að læra og taka fyrstu skrefin, í hálkunni.... bætir hann við glottandi og viðurkennir að stundum geti maður jú runnið á rassinn í hálkunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Leikhús Hestar Ástin og lífið Dans Tengdar fréttir Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 11. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31
Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 11. nóvember 2022 10:12