Innlent

Hurð rifnaði af flugvallarbíl

Árni Sæberg skrifar
Ekki liggur fyrir um hvers konar bíl var að ræða.
Ekki liggur fyrir um hvers konar bíl var að ræða. Vísir/Vilhelm

Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar.

Bíllinn var á leið að flugvél Icelandair, sem var lent um klukkan sex í morgun, þegar hurð fauk af hjörunum, að sögn farþega í vélinni. Farþegar sitja enn fastir inni í vélinni.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er bálhvasst á vellinum. Vindur hafi hraðastur mælst sjötíu hnútar [um 36 metrar á sekúndu] í hviðum. Til samanburðar nefnir Guðjón að hámarksvindhraði fyrir notkun landganga sé fimmtíu hnútar. Þá segir hann að bíllinn hafi ekki verið á vegum Isavia.

Greint var frá því í morgun að um átta hundruð farþegar væri í flugvélum sem ekki hefur verið unnt að rýma eftir að þeim var lent í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.