Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 11:00 Veðurstofa Íslands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin Veður Færð á vegum Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin
Veður Færð á vegum Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira