Undrandi á yfirlýsingu Skúla Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 21. janúar 2023 20:59 Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konunnar sem lést. Vísir/Vilhelm Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira