Innlent

Gæslu­varð­hald timbursalans stað­fest

Árni Sæberg skrifar
Páll Jónsson huldi andlit sitt með grímu þegar hann gekk inn í dómsal í gær.
Páll Jónsson huldi andlit sitt með grímu þegar hann gekk inn í dómsal í gær. Vísir

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða.

Þann 17. janúar var Páll úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til 13. febrúar næstkomandi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan 4. ágúst síðasta árs, þegar hann var handtekinn fyrst.

Aðalmeðferð hófst í gær

Aðalmeðferð í máli Páls fór fram í gær en það hefur verið kallað „Stóra kókaínmálið“ enda er það langstærsta dómsmál sinnar tegundar hér á landi.

Vísir fjallaði um aðalmeðferðina í gær: 


Tengdar fréttir

Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu

Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð.

Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir

Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera.

Fjórir ákærðir í stóra kókaínmálinu

Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn í langstærsta kókaínmáli sem upp hefur komið á Íslandi. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×