Innlent

Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmargir kostir hafa verið skoðaðir varðandi Sundabraut í gegnum tíðina.
Fjölmargir kostir hafa verið skoðaðir varðandi Sundabraut í gegnum tíðina.

Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Næstu skref undirbúnings Sundabrautar eru vinna við mat á umhverfisáhrifum, frekari útfærsla valkosta, samráð við hagsmunaaðila og undirbúningur nauðsynlegra breytinga á skipulagsáætlunum með það að markmiði að hægt sé að hefja framkvæmdir við Sundabraut eigi síðar en árið 2026 og að þeim verði lokið árið 2031. Gert er ráð fyrir að Sundabraut verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi árið 2020.

Verkefnisstjóri mun vinna að undirbúningi Sundabrautar undir stjórn verkefnisstjórnar um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra á síðasta ári.

Verkefnisstjórnina skipa:

  • Guðmundur Valur Guðmundsson, formaður, fulltrúi Vegagerðarinnar
  • Bergþóra Þorkelsdóttir, fulltrúi Vegagerðarinnar,
  • Árni Freyr Stefánsson, fulltrúi innviðaráðuneytis,
  • Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar,
  • Sævar Freyr Þráinsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nýr verkefnisstjóri Sundabrautar er Björgvin Þorsteinsson. Björgvin er verkfræðingur að mennt og hefur starfað við verkefnastjórn stórra og fjölþjóðlegra verkefna undanfarin 25 ár í Noregi, Ástralíu og á Íslandi. Hann hefur störf hjá Vegagerðinni í febrúar. Starfsstöð hans verður hjá Vegagerðinni í Suðurhrauni 3 í Garðabæ.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.