Innlent

Á­huga­­maður um norður­­ljós datt í lukku­pottinn á Ís­landi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norðurljósin á Íslandi geta verið ægifögur eins og þessi mynd ljósmyndarans Vilhelms Gunnarssonar sýnir glögglega.
Norðurljósin á Íslandi geta verið ægifögur eins og þessi mynd ljósmyndarans Vilhelms Gunnarssonar sýnir glögglega. Vísir/Vilhelm

Bandarískur áhugamaður um norðurljós fékk heldur betur sýningu er hann ferðaðist til Íslands í síðustu viku með það að markmiði að fanga norðurljós á filmu.

Bandaríski geimeðlisfræðineminn Vincent Ledvina var á ferð um Ísland í eina viku í upphafi árs. Var hann hluti af hópi norðurljósáhugamanna sem höfðu það að markmiði að elta norðurljósin hér á landi.

Vakin er athygli á ferðalagi Ledvina á vefnum vinsæla Space.com með fyrirsögninni „Algjörlega klikkuð norðurljós lýsa upp næturhimininn á Íslandi.“

Fréttin er að mestu byggð á tístum Ledvina um ferðina en sjá má á Twitter-reikning hans að þar er gríðarlega mikill áhugamaður um norðurljós á ferðinni. Svo mikill að fátt annað en norðurljós er til umfjöllunar hjá honum á Twitter.

Þar sýnir hann meðal annars frá mikilli norðurljósasýningu sem hann tók upp á myndband um borð í leið Icelandair til landsins.

„Eitt það svalasta sem ég hef séð sitjandi í flugvél. Þetta var á leiðinni til Íslands í síðustu viku, einhvers staðar yfir Grænlandi. Allir sætisfélagar mínir voru límdir við gluggana þegar ég benti þeim á þetta,“ skrifar Ledvina og deilir myndbandinu.

Fleiri myndbönd frá ferðalagi Ledvina og ferðafélögum hans hér á landi má sjá hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×