Bíó og sjónvarp

Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnurnar á bak við myndina Villibráð á forsýningunni í Smáralind.
Stjörnurnar á bak við myndina Villibráð á forsýningunni í Smáralind. Vísir/Hulda Margrét

Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 

Avatar er langvinsælasta mynd heims um þessar mundir. Tæplega fimm þúsund gestir sáu Villibráð um helgina samkvæmt tilkynningunni svo yfir 16.000 gestir kvikmyndahúsa landsins hafa séð myndina. Íslenska kvikmyndaárið er því að fara af stað með látum 

Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment. Villibráð er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra dóma sem myndin hefur hlotið. 

„Villibráð er ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér landi í mörg ár,“ segir meðal annars í fjögurra stjörnu dómi gagnrýnanda Morgunblaðsins.

„Ég var með harðsperrur í maganum af hlátri. Ég hef ekki hlegið svona mikið á íslenskri kvikmynd síðan ég sá Stellu í orlofi.“

-Sigríður Pétursdóttir, Rás 2.

„Það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið í bíó. Með því fyndnara sem ég hef séð, ég grenjaði úr hlátri.“

-Auðunn Blöndal.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villi­bráð

Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.