„Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 20:55 Skeytið hefði vart geta endað í betri höndum. Í fjölskyldunni eru miklir Íslandsvinir og konan, sem heldur á skeytinu, hefur tvisvar sinnum komið hingað til lands. Aðsend „Þetta er stórskemmtilegt. Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta. Svo fékk ég bara email í morgun með þeim skilaboðum að skeytið væri fundið. Það tók mig smá tíma að átta mig á hverju um væri verið að tala,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja um flöskuskeyti sem sett var í sjóinn í Hafnarfirði í maí árið 2020. Skeytið fannst á vesturströnd Frakklands um helgina. Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“ Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“
Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira