Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 15. janúar 2023 22:31 Sólveig Anna segir það taka einhverja daga að skipuleggja verkfallsboðun. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45
Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent