Innlent

„Alveg ljóst að um veikindi einstaklings er að ræða“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað í Kringlunni.
Árásin átti sér stað í Kringlunni. Vísir/Vilhelm

Tveir þurftu að leita á sjúkrahús eftir að karlmaður, sem er talinn andlega veikur, réðist á þau í Kringlunni. 

„Þarna er alveg ljóst að um veikindi einstaklings að ræða,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um næstu skref í málinu af hálfu lögreglu. 

Vísir greindi frá því í gær að karlmaður hafi gengið bersersksgang í Kringlunni og meðal annars slegið til viðskiptavina. Kona var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku eftir að maðurinn réðist á hana. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn og þurfti einn öryggisvörður að leita á sjúkrahús eftir átökin. Ásmundur gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan konunnar eða öryggisvarðarins. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×