Fór í gegnum allan tilfinningaskalann Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2023 07:02 Sara Björk hefur leikið 145 landsleiki, fleiri en nokkur annar. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr. Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira