Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 10:30 Sveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit sameinuðust á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira