Lífið

Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jeff Beck á jazzhátið í Montreux í Sviss í fyrra.
Jeff Beck á jazzhátið í Montreux í Sviss í fyrra. Getty

Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. 

Fjölskylda Beck greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. Andlátið bar að eftir að Beck greindist með heilahimnubólgu. 

Beck hefur tvívegis verið tilnefndur í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock & Roll Hall of Fame), annars vegar fyrir tónlist hans með Yardbirds árið 1992 og fyrir sólóferil sinn árið 2009. Tímarit Rolling Stone raðaði Beck í fimmta sæti yfir bestu gítarleikara allra tíma, sæti fyrir ofan blúshetjuna B.B. King.

Árið 2022 gaf Jeff Beck út sína síðustu plötu, ásamt leikaranum Johnny Depp. Þar blása þeir lífi í ýmis gömul lög og komu einnig fram í Royal Albert Hall í London á síðasta ári. Beck tróð upp í Háskólabíói árið 2013 við góðar viðtökur:

Jeff Beck fæddist í Wellington á Englandi árið 1944 og vann sín fyrstu Grammy verðlaun árið 1985. Alls vann hann til átta Grammy-verðlauna á sínum ferli og vann með ýmsum stærstu tónlistarmönnum samtímans, þar á meðal Mick Jagger, söngvara Rolling Stones sem minnist Jeff Beck á Twitter:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×