Sport

Sjónvarpsmaðurinn gekk gjörsamlega af göflunum eftir tap Kúrekanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen A. Smith missti sig algjörlega eftir að Dallas Cowboys tapaði síðasta deildarleik tímabilsins með vandræðalegum hætti.
Stephen A. Smith missti sig algjörlega eftir að Dallas Cowboys tapaði síðasta deildarleik tímabilsins með vandræðalegum hætti. Getty/Justin Ford

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Stephen A. Smith er þekktur fyrir látalæti sín og æsing í settinu en sjaldan hefur hann boðið upp á annað eins og eftir tap Dallas Cowboys liðsins um helgina.

Dallas Cowboys er vinsælasta lið Bandaríkjanna og alltaf mikið í fréttum hvort sem það gengur vel eða illa.

Smith er líka vanur að hafa sterkar skoðanir á liði Cowboys og hann gekk gjörsamlega af göflunum eftir tap Kúrekanna í lokaleik deildarkeppninnar á sunnudaginn.

Dallas Cowboys var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapaði á vandræðalegan hátt 6-26 á móti liði Washington Commanders. Dallas liðið hafði skorað 27 stig eða meira í níu leikjum í röð og aðeins tapað tvisvar í framlengingu en hinir sjö leikirnir höfðu unnist.

Nú hafði liðið að engu að keppa og andleysið og getuleysið fékk umræddan Smith til að missa sig fyrir fram goðsögn Dallas liðsins Michael Irvin.

Dallas mætir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í úrslitakeppninni um næstu helgi.

Hér fyrir neðan má sjá hneykslun og látalæti Stephen A. Smith.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×