Sólin búin að lengja daginn um 47 mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2023 20:40 Horft í átt til Reykjavíkur frá Ásbraut í Hafnarfirði í dag. Egill Aðalsteinsson Myrkrið víkur núna hratt með hækkandi sól og í dag hafði daginn lengt um 47 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum og um eina klukkustund á Akureyri. Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18