Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 15:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fyrir samninganefnd Eflingar á fundinum í dag. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. Samninganefndir Eflingar og SA hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Þar gerði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins Eflingu tilboð um gerð kjarasamnings sem væri efnislega samhljóða samningnum sem samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Hægt væri að ræða aðlögun að þörfum Eflingarfólks en það yrði þó að vera innan ramma umrædds samnings sem gerður var við SGS. Að loknum fundi ræddi Sólveig Anna, við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttakonu, þar sem hún sagði að tilboðið SA yrði nú skoðað. „Niðurstaðan var að okkur var afhent tilboð sem við munum núna bara skoða og svara innan skamms. Við svona fljóta yfirferð getum við ekki betur séð en að það sé raunverulega ekkert nýtt þarna. Það sé bara verið að leggja til nákvæmlega það sama,“ sagði Sólveig Anna. Klippa: Sólveig Anna reiknar með gagntilboði Eftir að tilboð var lagt fram réði samninganefnd Eflingar ráðum sínum, fór snögglega yfir tilboð SA og ákvað að fara betur yfir tilboðið í góðu tómi. Fundi var því næst slitið. Sólveig Anna segist reikna með að SA verði gert gagntilboð. „Við höfum unnið þannig að við gerum þá gagntilboð. Ég reikna þá með því að það verði niðurstaðan en nú, eins og ég segi, á samninganefnd eftir að fara yfir þetta þannig að ég get ekki svarað meiru á þessari stundu,“ sagði Sólveig Anna. Hún reiknar með að yfirferðin yfir tilboðið taki ekki langan tíma, aðspurð um næstu skref. „Við erum nú svona fremur rösk, fljót að vinna þannig að ég held að það taki ekkert mjög langan tíma.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og SA hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Þar gerði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins Eflingu tilboð um gerð kjarasamnings sem væri efnislega samhljóða samningnum sem samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Hægt væri að ræða aðlögun að þörfum Eflingarfólks en það yrði þó að vera innan ramma umrædds samnings sem gerður var við SGS. Að loknum fundi ræddi Sólveig Anna, við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttakonu, þar sem hún sagði að tilboðið SA yrði nú skoðað. „Niðurstaðan var að okkur var afhent tilboð sem við munum núna bara skoða og svara innan skamms. Við svona fljóta yfirferð getum við ekki betur séð en að það sé raunverulega ekkert nýtt þarna. Það sé bara verið að leggja til nákvæmlega það sama,“ sagði Sólveig Anna. Klippa: Sólveig Anna reiknar með gagntilboði Eftir að tilboð var lagt fram réði samninganefnd Eflingar ráðum sínum, fór snögglega yfir tilboð SA og ákvað að fara betur yfir tilboðið í góðu tómi. Fundi var því næst slitið. Sólveig Anna segist reikna með að SA verði gert gagntilboð. „Við höfum unnið þannig að við gerum þá gagntilboð. Ég reikna þá með því að það verði niðurstaðan en nú, eins og ég segi, á samninganefnd eftir að fara yfir þetta þannig að ég get ekki svarað meiru á þessari stundu,“ sagði Sólveig Anna. Hún reiknar með að yfirferðin yfir tilboðið taki ekki langan tíma, aðspurð um næstu skref. „Við erum nú svona fremur rösk, fljót að vinna þannig að ég held að það taki ekkert mjög langan tíma.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16