Forseti FIFA gagnrýndur fyrir að taka af sér sjálfu við lík Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 07:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, sést hér standa í myndatökum rétt við lík Pele á líkvökunni á heimavelli Santos. Getty/Mario Tama Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur tjáð sig um sjálfuna sem hann tók af sér við lík brasilíska knattspyrnugoðsins Pele, á líkvökunni á heimavelli Santos. Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Andlát Pele FIFA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
Andlát Pele FIFA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira