Innlent

Svara spurningunni um hvað skuli gera við flug­elda­ruslið

Atli Ísleifsson skrifar
Áhersla er lögð á að flugeldarusl eigi ekki að fara í tunnu fyrir almennt sorp.
Áhersla er lögð á að flugeldarusl eigi ekki að fara í tunnu fyrir almennt sorp. Vísir/Vilhelm

Sorpa hefur birt upplýsingar hvað skuli gera við flugeldarusl nú eftir áramótin sem margir skilja eftir á götum og gangstéttum. Þar kemur fram að skila eigi slíku rusli á endurvinnslustöðvar Sorpu sem opna á ný á morgun, mánudag.

Áhersla er lögð á að flugeldarusl eigi ekki að fara í tunnu fyrir almennt sorp og á það sama við um ósprungna flugelda, sem flokkast sem spilliefni. Þá er bent á að stjórnuljós flokkist sem málmar.

„Á nýársdag og 2. janúar verða gámar fyrir flugeldarusl á vegum Reykjavíkurborgar við eftirfarandi hverfastöðvar:

  • Jafnasel
  • Fiskislóð
  • Svarthöfða
  • Kjalarnes

Látum flugeldarusl ekki grotna niður og verða að drullu og sóðaskap. Leir sem er notaður í botninn á skottertum gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni.

2023 er nýgengið í garð.Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×