Innlent

Loka hringvegi milli Markarfljóts og Víkur

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Veginum var lokað rétt í þessu. Myndin er úr safni.
Veginum var lokað rétt í þessu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur lokað hringvegi á milli Markarfljóts og Víkur. 

„Þæfingsfærð er á milli Hellu og Markaðsfljóts, hálka og hálkublettir eru á flest öðrum leiðum og eitthvað er um snjóþekju eða þæfingsfærð,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Gefnar hafa verið út veðurviðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun er í gildi til klukkan þrjú í dag, á gamlársdag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi.

Spáð er austan 13-20 m/s og talsverðri snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströnd og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Hvassast verður við ströndina og til fjalla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×