Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna óveðurs sem gengur yfir á morgun. Flugi verður seinkað og aðrar samgöngur gætu farið úr skorðum. Við ræðum við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá sýnum við ótrúlegar myndir af fannferginu á Eyrarbakka. Snjóruðningstæki hafa vart undan og íbúar eru komnir með meira en nóg af sköflunum.

Formaður Landssambands lögreglumanna er alsæll með ákvörðun dómsmálaráðherra um að lögreglumenn fái að bera rafbyssur. Hann segir byssurnar nauðsynleg öryggistæki en forsætisráðherra vill ræða rafvopnavæðingu betur í ríkisstjórn.

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka.

Við fjöllum einnig um handtöku umdeildrar samfélagsmiðlastjörnu í Rúmeníu í gærkvöldi og sýnum frá gleðinni í Bláfjöllum í gær, þegar skíðasvæðið opnaði í fyrsta sinn í vetur. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×