Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að veðurspár geri ráð fyrir lægð við landið á gamlársdag með hvassviðri sunnan og vestantil og snjókomu, jafnvel mikilli um tíma að morgni 31. desember. Því er fólk hvatt til að vera sem minnst á ferðinni á gamlársmorgun.
Veðrið gangi síðan til síðan austur með skafrenningi og snjókomu við suður og suðausturströndina og loks á norðaustanvert landið með éljagangi á gamlárskvöld.
Ekki liggi fyrir hvar úrkoma verði nákvæmlega en ljóst sé að færð geti spillst hratt í í skafrenningi og ofankomu.
Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum næstu daga. Það er hægt að gera á vef Veðurstofunnar.