Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 14:40 Ökutækið sem um ræðir. Skátar hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Skátaland Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira