Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 08:51 George Santos segist einungis hafa ýkt ferilskrána sína. Getty/David Becker George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
New York Times greindi frá því fyrir viku síðan að margt af því sem Santos hélt fram að hafa gert yfir ævina væri hreinn uppspuni. Til dæmis laug hann um að hafa unnið hjá stærstu fyrirtækjum Wall Street, um að hafa rekið dýraskýli og úr hvaða háskóla hann útskrifaðist. Fjallað var ítarlega um þær lygar sem Santos var sakaður um hér á Vísi. Santos neitaði að að svara fyrirspurnum vegna málsins og deildi einungis yfirlýsingu frá lögfræðingi sínum til að byrja með þar sem New York Times var sakað um að reyna að grafa undan samkynhneigðum repúblikana af erlendum uppruna. Í gær, sex dögum síðar, tjáði Santos sig loks við New York Post og fleiri miðla um málið. Þar sagðist hann einungis hafa gerst sekur um að hafa ýkt nokkra hluti á ferilskránni sinni. Hann viðurkenndi að hafa logið um að hafa útskrifast úr háskóla og að hafa sagt misvísandi hluti um starfsferil hjá Citigroup og Goldman Sachs, tveimur af stærstu fyrirtækjum Wall Street. Þá hafði hann eitt sinni haldið því fram að hafa átt þrettán fasteignir en viðurkenndi nú að hann væri ekki réttmætur eigandi þeirra. Ekki Jewish heldur Jew-ish Santos hafði einnig verið gagnrýndur fyrir misvísandi upplýsingar um uppruna sinn. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Brasilíu en hann hefur einnig haldið því fram að hann eigi ættir að rekja til Evrópu. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná til gyðinga í Bandaríkjunum með því að halda fram að foreldrar móður hans hafi flutt til Brasilíu frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Útskýring Santos á þessum misskilning reyndist ansi kostuleg. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri gyðingur (Jewish). Ég er kaþólikki. En út af því að ég komst að því að móðurfjölskylda mín ætti ættir að rekja til gyðinga sagðist ég vera gyðinglegur (Jew-ish),“ sagði Santos við New York Post. Misskilninginn mátti útskýra með einu bandstriki sem erfitt er að átta sig á að sé til staðar í talmáli.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira