Innlent

Afslaufanir á slaufanir ofan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Afslaufanir fóru að láta á sér bera á líðandi ári.
Afslaufanir fóru að láta á sér bera á líðandi ári. Vísir

Undanfarin tvö ár hefur kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verið ofarlega í umræðunni. Ýmsum nafntoguðum mönnum hefur verið slaufað en aðrir snúið aftur eftir slaufunarfrí. Árinu var hrundið af stað með uppljóstrun á miklu hneikslismáli sem átti eftir að draga mikinn dilk á eftir sér.

Árið 2021 var ár hinna miklu slaufana, þó þær hafi vissulega haldið áfram á árinu sem er að líða. Aron Einar, Auður, Sölvi Tryggva og svo mætti lengi telja voru á slaufunarlista síðasta árs. 

Í umræðunni um þessi mál hefur borið á að fólk líki slaufunum við mannorðsmorð. Menn eigi ekki afturkvæmt og þeir útskúfaðir. En þessi kenning virðist hafa verið afsönnuð á árinu. Afslaufanir fóru að láta á sér bera.

Klippa: Annáll 2022 - Slaufanir

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×