Innlent

Víð­tækar lokanir á Suður­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Skafrenningur og ofankoma hefur torveldað mokstur.
Skafrenningur og ofankoma hefur torveldað mokstur. Vegagerðin

Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi.

Stefnt er að opnun Hringvegarins á Suðurlandi um hádegisbil, gangi mokstur áfram að óskum. Þungfært er á vegum og hált og ófært er á nokkrum leiðum, meðal annars á Fljótshlíðarvegi og víða í Landeyjum.

Lokað hefur verið frá Markarfljóti að Kirkjubæjarklaustri síðan í gærmorgun. Nokkrir ökumenn virtu ekki lokanir og gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, með þrjátíu ferðamenn innanborðs, festist tvívegis; bæði við Pétursey og Dyrhólaey vegna þungfærðar.

Þjóðvegurinn stendur opinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur að Djúpavogi. Ófært er meira eða minna milli Djúpavogs og Fáskrúðsfjarðar en unnið er að mokstri. Lokað er á Fjarðarheiði vegna ofankomu en ástand vegarins verður kannað síðar í dag, að sögn Vegagerðarinnar.

Færð hefur verið slæm á Suður- og Austurlandi síðustu daga.Vegagerðin

Tengdar fréttir

Rútan festist aftur og lög­regla mannar lokunar­pósta

Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi.

Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru

Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×