Innlent

Lokað milli Víkur og Kirkju­bæjar­klausturs og ó­vissu­stig á Hellis­heiði

Árni Sæberg skrifar
Víða er ófært í dag.
Víða er ófært í dag. Vísir/Vilhelm

Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur hvattir til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað. Mikil úrkoma á sjálfri jólanótt hefur spillt færð víða um land. 

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan 14 í dag og gildir til klukkan 10 á morgun, annan í jólum. Búist er við norðan stormi, 18 til 25 metrum á sekúndum og snörpum vindhviðum við fjöll. Ástandið verður varhugavert fyrir bíla sem taka á sig mikinn vind.

Hálka er á Reykjanesbraut en þæfingsfærð eða þungfært á nokkrum leiðum, meðal annars Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegi.

Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Vatnsskarði og í Skagafirði en þungfært á Öxnadalsheiði. Snjóþekja eða hálka á öðrum leiðum og víða skafrenningur eða éljagangur.

Á Austurlandi er hálka á flestum leiðum og ófært á Öxi og Breiðdalsheiði. Á Vestfjörðum er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð.

Þá segir í færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum að þar séu götur ófærar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×