Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 15:43 Klakabunkar hafa víða myndast þar sem bræðslukerfi hefur ekki undan að bræða snjó í miðborginni. Myndin var tekin í dag en nú á að vera búið að sanda og salta á helstu gönguleiðum þar. Vísir/Sigurjón Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. Færð á akvegum og göngustígum í borginni hefur verið erfið frá því að mikla snjókomu gerði á aðfararnótt laugardags. Klára átti að ryðja síðustu húsagöturnar fyrir bílaumferð í gærkvöldi og í morgun. Nokkuð hefur verið kvartað undan að moksturinn gangi hægt í vikunni en formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar sagði í gær að 26 snjóruðningstæki undirverktaka hafi ekki skilað sér út á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjókoman hófst. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hafa einnig vakið athygli á mikilli hálku á stéttum og göngugötum í miðborginni allt frá því um síðustu helgi. Þorláksmessa er einn annasamasti dagur ársins í miðborginni en þá flykkist fólk þangað, ýmist til að versla, fara í friðargöngu eða njóta veitinga kvöldið fyrir jól. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg sem vetrarþjónustan heyrir undir, segir að unnið hafi verið á fullu við að salta og sanda klakabunka sem bræðslukerfi í miðborginni önnuðu ekki undanfarna tvo til þrjá daga. Verkefnið sé tímafrekt þar sem því þurfi að miklu leyti að sinna handvirkt. „En það er okkar mat að eins og staðan er núna þá eigi þetta að vera í lagi,“ segir Hjalti við Vísi. Bræðslukerfin undir gangstéttum séu ekki hönnuð fyrir aðstæður eins og verið hafa með miklum snjó og frosti. Því þurfi að grípa til gamalla og góðra ráða eins og að salta og sanda. Ferðamenn labba yfir ísilagða götu við Hallgrímstorg í Reykjavík á Þorláksmessu.Vísir/Sigurjón Göngustígar eiga að vera greiðfærir Hvað gangstéttir og göngustíga í borginni almennt varðar segir Hjalti að þeir eigi að vera greiðfærir fyrir hjólandi og gangandi að mestu leyti. Vel hafi tekist að ryðja það kerfi í gegnum veðurhvellinn nú og ekki hafi borist margar ábendingar vegna þess. Blaðamaður varð þó sjálfur vitni að því að skafin gangstétt við Hringbraut endaði í illfæru skafli við gatnamót við Framnesveg í dag. Hjólreiðamaður sem átti þar leið hafði aðeins um tvo kosti að velja: að halda á hjólinu og skakklappast í gegnum skaflinn eða hætta sér út á fjölfarna götuna. Þessi hjólreiðamaður hafði ekki marga kosti í stöðunni þegar hann kom að skafli á gangstétt við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar á Þorláksmessudag.Vísir/Kjartan Hjalti segir að þegar búið séð að ryðja gatnakerfið í kross verði til ruðningar. „Þetta er bara það sem við eigum svo eftir að snyrta til. Við munum reyna að fara í þessu helstu gatnamót og snyrta þau til. Það er alveg örugglega einhverjir svona staðir sem svona ástand er á stígakerfinu,“ segir hann. Allir megin- og tengistígar eigi hins vegar að vera í frambærilegu ástandi. Reykjavík Snjómokstur Göngugötur Samgöngur Tengdar fréttir Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Færð á akvegum og göngustígum í borginni hefur verið erfið frá því að mikla snjókomu gerði á aðfararnótt laugardags. Klára átti að ryðja síðustu húsagöturnar fyrir bílaumferð í gærkvöldi og í morgun. Nokkuð hefur verið kvartað undan að moksturinn gangi hægt í vikunni en formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar sagði í gær að 26 snjóruðningstæki undirverktaka hafi ekki skilað sér út á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjókoman hófst. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hafa einnig vakið athygli á mikilli hálku á stéttum og göngugötum í miðborginni allt frá því um síðustu helgi. Þorláksmessa er einn annasamasti dagur ársins í miðborginni en þá flykkist fólk þangað, ýmist til að versla, fara í friðargöngu eða njóta veitinga kvöldið fyrir jól. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg sem vetrarþjónustan heyrir undir, segir að unnið hafi verið á fullu við að salta og sanda klakabunka sem bræðslukerfi í miðborginni önnuðu ekki undanfarna tvo til þrjá daga. Verkefnið sé tímafrekt þar sem því þurfi að miklu leyti að sinna handvirkt. „En það er okkar mat að eins og staðan er núna þá eigi þetta að vera í lagi,“ segir Hjalti við Vísi. Bræðslukerfin undir gangstéttum séu ekki hönnuð fyrir aðstæður eins og verið hafa með miklum snjó og frosti. Því þurfi að grípa til gamalla og góðra ráða eins og að salta og sanda. Ferðamenn labba yfir ísilagða götu við Hallgrímstorg í Reykjavík á Þorláksmessu.Vísir/Sigurjón Göngustígar eiga að vera greiðfærir Hvað gangstéttir og göngustíga í borginni almennt varðar segir Hjalti að þeir eigi að vera greiðfærir fyrir hjólandi og gangandi að mestu leyti. Vel hafi tekist að ryðja það kerfi í gegnum veðurhvellinn nú og ekki hafi borist margar ábendingar vegna þess. Blaðamaður varð þó sjálfur vitni að því að skafin gangstétt við Hringbraut endaði í illfæru skafli við gatnamót við Framnesveg í dag. Hjólreiðamaður sem átti þar leið hafði aðeins um tvo kosti að velja: að halda á hjólinu og skakklappast í gegnum skaflinn eða hætta sér út á fjölfarna götuna. Þessi hjólreiðamaður hafði ekki marga kosti í stöðunni þegar hann kom að skafli á gangstétt við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar á Þorláksmessudag.Vísir/Kjartan Hjalti segir að þegar búið séð að ryðja gatnakerfið í kross verði til ruðningar. „Þetta er bara það sem við eigum svo eftir að snyrta til. Við munum reyna að fara í þessu helstu gatnamót og snyrta þau til. Það er alveg örugglega einhverjir svona staðir sem svona ástand er á stígakerfinu,“ segir hann. Allir megin- og tengistígar eigi hins vegar að vera í frambærilegu ástandi.
Reykjavík Snjómokstur Göngugötur Samgöngur Tengdar fréttir Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50