Lífið

Jólalag krakkanna í Mýró er ávísun á gæsahúð og notalega stund

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þau eru sannarlega efnileg og eru nú komin með jólalag á ferilskrána aðeins tíu ára gömul.
Þau eru sannarlega efnileg og eru nú komin með jólalag á ferilskrána aðeins tíu ára gömul.

Það eru ekki bara Friðrik Ómar, GDRN og Sigga Beinteins sem sendu frá sér jólalag þetta árið. Krakkar í 5. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sendu frá sér glænýtt jólalag ásamt tónlistarmyndbandi.

Lagið heitir Tíminn og snjórinn. Krakkarnir gátu valið sér verkefni í hringekju í skólanum og úr varð jólalag sem krakkarnir gerðu undir stjórn kennara síns Hörpu Frímannsdóttur.

Samvinna heimilis og skóla varð til þess að boltinn fór heldur betur að rúlla þegar Helgi Hrafn Jónsson og Tina Dickow, foreldrar Emils í 5. bekk, aðstoðuðu hópinn við að leggja lokahönd á lagið og textann.

Sömuleiðis að taka lagið upp og gera myndband við lagið sem er einstaklega fallegt. 

Hlusta má á lagið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×