HS Orka eykur framleiðslugetu á Reykjanesi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2022 16:52 HS Orka hefur rekið orkuverk í Svartsengi rétt hjá Bláa lóninu. Mynd/HS Orka HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni. Í fréttatilkynningu kemur fram að öll tilskilin leyfi hafi fengist fyrir stækkuninni. Eftir stækkun mun framleiðslugeta orkuversins í Svartsengi verða 85 MW. Kom það í hlut Alberts Albertssonar að taka fyrstu skóflustunguna ásamt verktökunum. Albert er hugmyndasmiður Auðlindagarðsins sem hefur það markmið að draga úr sóun og fullnýta allt það sem fellur til við jarðhitavinnslu fyrirtækisins. Þá hefur Albert komið að uppbyggingu allra hluta virkjunarinnar í Svartsengi. Framleiðsluaukningin í Svartsengi er fengin með betri nýtingu á núverandi upptekt úr jarðhitageyminum og því við hæfi að Albert tæki fyrstu skóflustunguna. Fjármögnun tryggð HS Orka hefur tryggt 61,9 milljón dollara fjármögnun frá núverandi lánveitendum til verkefnisins. Þá munu hluthafar HS Orku leggja til viðbótarfjármögnun til að styðja við stækkunina. Þá kemur fram í tilkynningunni að fjármögnun verkefnisins undirstriki það traust sem bæði lánastofnanir og hluthafar hafa á fyrirtækinu og þau verkefni sem það vinnur að til að auka framboð raforku á Íslandi til að mæta þörfum markaðarins. „Við erum mjög spennt fyrir því að hefja stækkun á virkjuninni í Svartsengi í beinum framhaldi af því að klára stækkun virkjunarinnar á Reykjanesi. Bæði verkefnin ná vel utan um markmið HS Orku um að nýta sem best þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir þar sem við erum að auka raforkuframleiðslu inn á raforkukerfið án þess að fara inn á ný svæði, sem dregur úr áhættu og kostnaði,“ segir Tómas Sigurðsson forstjóri HS Orku. Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Í fréttatilkynningu kemur fram að öll tilskilin leyfi hafi fengist fyrir stækkuninni. Eftir stækkun mun framleiðslugeta orkuversins í Svartsengi verða 85 MW. Kom það í hlut Alberts Albertssonar að taka fyrstu skóflustunguna ásamt verktökunum. Albert er hugmyndasmiður Auðlindagarðsins sem hefur það markmið að draga úr sóun og fullnýta allt það sem fellur til við jarðhitavinnslu fyrirtækisins. Þá hefur Albert komið að uppbyggingu allra hluta virkjunarinnar í Svartsengi. Framleiðsluaukningin í Svartsengi er fengin með betri nýtingu á núverandi upptekt úr jarðhitageyminum og því við hæfi að Albert tæki fyrstu skóflustunguna. Fjármögnun tryggð HS Orka hefur tryggt 61,9 milljón dollara fjármögnun frá núverandi lánveitendum til verkefnisins. Þá munu hluthafar HS Orku leggja til viðbótarfjármögnun til að styðja við stækkunina. Þá kemur fram í tilkynningunni að fjármögnun verkefnisins undirstriki það traust sem bæði lánastofnanir og hluthafar hafa á fyrirtækinu og þau verkefni sem það vinnur að til að auka framboð raforku á Íslandi til að mæta þörfum markaðarins. „Við erum mjög spennt fyrir því að hefja stækkun á virkjuninni í Svartsengi í beinum framhaldi af því að klára stækkun virkjunarinnar á Reykjanesi. Bæði verkefnin ná vel utan um markmið HS Orku um að nýta sem best þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir þar sem við erum að auka raforkuframleiðslu inn á raforkukerfið án þess að fara inn á ný svæði, sem dregur úr áhættu og kostnaði,“ segir Tómas Sigurðsson forstjóri HS Orku.
Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum