Lífið

Hollywood stjarna stranda­glópur á Ís­landi

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Damian Lewis sló í gegn í þáttum á borð við Band of Brothers og Homeland.
Damian Lewis sló í gegn í þáttum á borð við Band of Brothers og Homeland. Getty/Axelle

Hollywood leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi í vegna veðurs. Annar ferðamaður sem einnig var strandaglópur á Keflavíkurflugvelli birti mynd af sér með Lewis á Twitter í gær. 

Ferðamaðurinn sem heitir Caroline Rose var föst á Keflavíkurflugvelli í að minnsta kosti einn og hálfan sólarhring vegna veðurs. Hún segir nokkur hundruð manns hafa verið fasta á flugvellinum í gær. Fólki hafi sofið á farangursbeltum, í rúllustigum og farangurskerrum.

Ljósi punkturinn í þessu ástandi var þó sá að Rose fékk að hitta stórleikarann Damian Lewis. Hann var einn af þeim sem sat fastur á Keflavíkurflugvelli í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Lewis er breskur leikari sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Dreamcatcher, Homeland og Once Upon a Time in Hollywood. Þá hlaut hann Golden Globe tilnefningu fyrir hlutverk sitt í þáttunum Band of Brothers.

Lewis birtist í þáttunum Stóra sviðinu fyrir skömmu þegar þeim Audda og Sigrúnu Ósk tókst að ná myndsímtali við leikarann þar sem áskorunin var að hringja í einhvern heimsfrægan. Ekki er vitað í hvaða erindagjörðum leikarinn var hér á landi.


Tengdar fréttir

Steindi og Ragnhildur hringdu myndsímtal í „Ed Sheeran“

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hafa slegið í gegn á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×