Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 08:08 Hildur Sverrisdóttir og Willum Þór Þórsson. Þau eru ósammála um hvort banna eigi mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur. Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur.
Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira