Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 08:08 Hildur Sverrisdóttir og Willum Þór Þórsson. Þau eru ósammála um hvort banna eigi mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur. Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur.
Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent