Innlent

Landtenging muni spara 750 tonn af losun gróðurhúsalofttegunda

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis og orkumálaráðherra var staddur um borð í Dettifossi í gær og sagði áfangann vera stórt skref í átt að losunarmarkmiðum, þó enn væri langt í land.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis og orkumálaráðherra var staddur um borð í Dettifossi í gær og sagði áfangann vera stórt skref í átt að losunarmarkmiðum, þó enn væri langt í land. Vísir/Vilhelm

Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var tekin í notkun í gær þegar gámaskipið Dettifoss var formlega tengt við rafmagn í Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á Íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi.

Í fréttatilkynningu Eimskips kemur fram að með þessum áfanga sé hægt að landtengja stærstu skip félagsins við rafmagn þegar þau eru í Sundahöfn í stað þess að keyra ljósavélar sem ganga fyrir olíu.

Ávinningurinn er minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda ásamt bættum loftgæðum og hljóðvist á svæðinu en landtengingin kemur til með að minnka olíunotkun um allt að 240 tonn á ári sem jafngildir útblæstri á um 750 tonnum af koltvísýringi (CO2).

Vísir/Vilhelm

Verkefnið er samstarfsverkefni Eimskips, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna og Veitna en skrifað var undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur landtenginga fyrir skip í Sundahöfn í maí 2020. Norska fyrirtækið Blueday Technology AS hefur séð um hönnun og smíði á landtengingarbúnaði og verkfræðistofan Efla hafði umsjón með verkinu.

Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips um borð í Dettifossi.Vísir/Vilhelm

Þá segir í tilkynningu að þessar breytingar muni styrkja þá vegferð Eimskips að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni en nú þegar keyra allir kranar félagsins í Sundahöfn á rafmagni.

m borð í Dettifossi, öðru af tveimur stærstu skipum Eimskips, miðvikudaginn 14. desember kl. 12:45 en þá munum við formlega taka í notkun landtengingar gámaskipa við Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningsstarfsemi.
Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis og orkumálaráðherra var staddur um borð í Dettifossi í gær og sagði áfangann vera stórt skref í átt að losunarmarkmiðum, þó enn væri langt í land.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips segir einstaklega jákvætt að sjá landtenginguna verða að veruleika.

m borð í Dettifossi, öðru af tveimur stærstu skipum Eimskips, miðvikudaginn 14. desember kl. 12:45 en þá munum við formlega taka í notkun landtengingar gámaskipa við Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningsstarfsemi.
Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips um borð í Dettifossi.Vísir/Vilhelm

„Það er okkur mikilvægt að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem snúa að umhverfismálum enda er rekstur Eimskips margbreytilegur. Samstarf við alla hagaðila sem komu að verkinu var árangursríkt og ljóst að þegar kemur að orkuskiptum þurfa allir að leggjast á árarnar því að árangur næst ekki nema með samvinnu.“

m borð í Dettifossi, öðru af tveimur stærstu skipum Eimskips, miðvikudaginn 14. desember kl. 12:45 en þá munum við formlega taka í notkun landtengingar gámaskipa við Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningsstarfsemi.
Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×