Innlent

Kallað út vegna elds á svölum í­búðar í Árbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill reykur barst af svölunum. Myndin er úr safni. 
Mikill reykur barst af svölunum. Myndin er úr safni.  Vísir/Vilhelm

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt.

Lögregla segir frá því í tilkynningu að mikill reykur hafi verið og voru íbúar að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Slökkvilið reykræsti svo íbúðina.

Svo virðist sem að kviknað hafi í ruslapokum sem fullar voru af dósum, en að ekki sé vitað um upptökin.

„Vitni heyrði mikinn hvell koma frá svölunum og sá síðan eldinn. Lítið tjón á munum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×