Lífið

Foringi handrukkara- og neyslu-Twitter valinn nýliði ársins

Snorri Másson skrifar

Samkvæmt einróma niðurstöðu Tómasar Steindórssonar og Sigurjóns Guðjónssonar, álitsgjafa Íslands í dag, er nýliði ársins á íslenska Twitter hinn svonefndi Ronni Turbo Gonni, réttu nafni Aron Mímir Gylfason.

Til vinstri, Siffi G, sem vill svo til að er í hlutverki álitsgjafa í innslaginu hér að ofan. Til hægri: Aron Mímir Gylfason nýliði ársins á Twitter, Ronni Turbo Gonni.Aðsend mynd

Ronni var, eins og Tómas lýsir, byrjaður að láta að sér kveða á síðasta ári en skaust ekki upp á stjörnuhimin Twitter fyrr en á þessu ári, þegar hann fór úr nokkrum tugum fylgjenda í vel á fjórða þúsund. 

En hver er Ronni?  Tómas lýsir því svona: „Hann er úr þessum nýja armi á Twitter, sem er svona handrukkara og fyrrum-neyslu-Twitter, en með sterka AA-slagsíðu núna. Hann er svona dálítið foringinn þar núna og er að tísta mikið um fyrri reynslu, þegar hann var í undirheimum og svoleiðis.

Þessi nýi armur hefur að sögn Siffa sterka stöðu á þessum síðustu og verstu tímum, því að þeim er óhætt að lenda í deilum á Twitter - þær eru ekkert á við það sem þeir þekki úr fyrra lífi: „Það er ekki hægt að cancella þeim. Þeir eru óslaufanlegir.“ 

Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir

Tístið hér að neðan er gleðilegur áfangi í lífi Ronna, sem hefur nú um jólaleytið náð þeim árangri að vera í heilt ár án vímuefna. Ísland í dag óskar honum til hamingju með áfangann.


Tengdar fréttir

Fóru á trúnó og hittust svo á AA-fundi fimm árum síðar

Aron Mímir Gylfason, betur þekktur sem RonniGonni, og Bjarki Viðarsson, betur þekktur sem Jeppakall Doperman Rakki, hafa slegið í gegn á Twitter síðustu vikur. Þeir eru oft sagðir vera meðlimir „undirheima-Twitter“ en eru í dag báðir edrú og urðu meira að segja vinir í meðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×