Fagnar því að hafa lokið meðferð eftir að hafa glímt við átröskun í rúmlega fimm ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:38 Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, er útkskrifuð úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. Vísir/Adelina Antal Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, fagnaði mikilvægum áfanga í gær þegar hún útskrifaðist úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar, eftir rúmlega fimm ára baráttu við sjúkdóminn. Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira