Opnar sig um þunglyndi: „Mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 09:00 Kahn vill losa um skömmina sem fylgir þunglyndi og opna umræðuna. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München og fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, hefur opnað sig um þunglyndi sem hann hefur glímt við um hríð. Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar. Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira
Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar.
Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira