Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 20:08 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm fyrir skömmu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira