Innlent

Friðrik vill fund nú þegar

Jakob Bjarnar skrifar
Friðrik Jónsson formaður BHM hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, að boða tafarlaust til fundar.
Friðrik Jónsson formaður BHM hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, að boða tafarlaust til fundar. vísir/arnar

Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar.

Tilefni yfirlýsingar Friðriks eru undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann fagnar því að niðurstaða hafi náðst. Friðrik segir að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti, meðal annars vegna efnahagslegra óvissuþátta.

„Í ljósi þessarar niðurstöðu væri skynsamlegt að fulltrúar aðildarfélaga BHM eigi fund með formanni samninganefndar ríkisins án tafar og kanni möguleikann á að flýta viðræðum,“ segir í yfirlýsingu Friðriks.

Fram kemur í máli formannsins að auk hefðbundinna kjarabóta þurfi að eiga sér stað virkt samtal um þau atriði sem brenna á aðildarfélögum BHM, meðal annars þau sem sett voru fram í megináherslum BHM þegar jafnréttissamningurinn var kynntur í byrjun nóvember.

„Ég hvet því formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við í BHM erum tilbúin til viðræðna strax.“


Tengdar fréttir

Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×