Lögreglan greinir frá þessu í tilkynningu.
Tilkynning um slysið barst um klukkan hálf eitt í nótt en bíll á leiðinni norður Höfðabakka nálægt Árbæjarsafni hafnaði á vegfarandanum.
Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri. Hann var fluttur á Landspítala eftir slysið en lést síðar um nóttina.
Að sögn lögreglu var lokað fyrir umferð um Höfðabakka á milli Bæjarháls og Stekkjarbakka á meðan unnið var á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Fréttin hefur verið uppfærð.