Innlent

Þolin­mæðin orðin lítil og gera þurfi loka­at­lögu að samningi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður í Borgartúni í morgun.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður í Borgartúni í morgun. Vísir/Vilhelm

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir ljóst að þolinmæðin hjá liðsmönnum hans sé orðin lítil í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

„Dagurinn leggst ágætlega í mig. Við erum komin til að setjast að samningaborðinu og landa samningi,“ segir Kristján Þórður.

„Það er ljóst í okkar hópi að þolinmæðin er orðin mjög lítil. Við þurfum að komast lengra með þetta samtal í dag. Til að við komumst nær kjarasamningi.“

Koma þurfi í ljós hvað komi upp á samningaborðinu.

„Maður heldur í vonina, vonast að sé að þokast í rétta átt. Það er ekki sjálfgefið. SA þurfa að stíga fastar inn. Ef það gerist er maður auðvitað bjartsýnni.“

Hann segir erfitt að fara dýpra ofan í hvað beri á milli hjá aðilum.

„Það ber í rauninni ekkert rosalega mikið á milli. En það skiptir máli að fá meira inn í samninga. Það er það sem vantar í dag. Og trúverðugleiki samninganna verði meiri.“

Gera þurfi lokaatlögu að þessum viðræðum.

„Við teljum okkur vera komin ansi nálægt því sem þarf til gagnvart okkar hópum.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Kristjáni Þórði að þolinmæðin sé orðin lítil.

„Ég er algjörlega sammála. Tíminn er að hlaupa frá okkur.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.