Lífið

Bam Margera í öndunar­vél

Atli Ísleifsson skrifar
Bam Margera árið 2013.
Bam Margera árið 2013. Getty

Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt.

TMZ segir frá því að Margera, sem heitir réttu nafni Brandon Cole Margera, glími nú við alvarlega lungnabólgu í kjölfar Covid-19.

Hann var lagður inn á sjúkrahús í San Diego í Kaliforníu fyrr í vikunni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann var síðar fluttur á gjörgæsludeild og þá tengdur við öndunarvél.

Hinn 43 ára Margera hefur margoft komið til Íslands og vakti það athygli þegar hann giftist Nicole Boyd hér á landi árið 2013. Fyrr sama ár hafði hann verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa yfirgefið landið árið 2012 án þess að greiða bætur eftir að skemmdir urðu á bílaleigubíl sem hann hafði tekið á leigu.

Sömuleiðis vakti það heimsathygli þegar íslenskir tónlistarmenn réðust á Margera á Secret Solstice árið 2015. Margera hafði þá verið í annarlegu ástandi og verið að ónáða tónlistarmennina fyrr sama kvöld. Árásin varð gerð eftir að Margera hafði reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi og áreitt starfsmenn hátíðarinnar.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.