Ökumaður með aftanívagn lenti í mesta basli vegna roksins á Kjalarnesi.Vísir/Áki
Þjóðvegur 1 um Kjalarnes er lokaður vegna umferðaróhapps. Tilkynning þess efnis má sjá á vef Vegagerðarinnar. Fram kemur á vef RÚV að hjólhýsi þveri veginn.
Á vef Vegagerðarinnar segir að óveður og sandbylur sé á veginum. Hviður nái allt að 30 metrum á sekúndum á svæðinu.
Mikil umferðarteppa er á svæðinu og langar bílaraðir í báðar áttir.
Eins og sjá má nær bílaröðin af Kjalarnesi og langleiðina upp í Mosfellsbæ.Arnar Freyr Jónsson
Uppfært klukkan 17:26
Fréttamaður í bílaröðinni segir að bílar séu farnir að hreyfast á nýjan leik.
Hér að neðan má sjá hvernig staðan var á svæðinu fyrir skömmu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.