Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 13:17 Celine Dion er ein frægasta söngkona heims. EPA Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. „Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion. Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion.
Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira