Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Leigumarkaðurinn, kjarasamningar og niðurskurður hjá borginni verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Miklar hækkanir á leiguverði hjá íbúðafélaginu Ölmu komu til umfjöllunar á Alþingi þar sem fjármálaráðherra kallaði þær óforsvaranlegar. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög.

Engir formlegir fundir verða hjá Ríkissáttasemjara í dag en formaður VR segir að þótt allir séu að reyna að hugsa í lausnum sé tíminn af skornum skammti.

Nýsamþykktar sparnaðartillögur Reykjavíkurborgar hafa fallið í grýttan jarðveg víða og samtökin Geðhjálp gagnrýna nú lokun Vinjar og segja ekkert samráð hafa verið haft við samtökin, eins og skilja mátti á skýringum meirihlutans í borginni.

Þá fjöllum við um verðlagskönnun ASÍ á jólabókunum en það getur munað miklu á verði bókar eftir því hvar hún er keypt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×