Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 6. desember 2022 23:18 Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. Ný skýrsla KPMG um það hvernig stytting vinnuvikunnar hefur tekist sýnir að fólk sé almennt ánægt með styttinguna. Sömuleiðis hafi launakostnaður ekki hækkað. Styttingin var tilraunaverkefni og var stofnunum ríkisins heimilt að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ræða vinnuvikuna frekar og nauðsynlegt sé að tryggja að fyrri markmiðum sé náð með góðum árangri áður en frekari skref séu tekin. Þúsundir starfsfólks hafa nú upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni og segir formaður BHM að vinnulöggjöfin þurfi að endurspegla raunveruleikann. Kjarasamningar losna hjá félaginu í mars á næsta ári og hefur BHM lýst því yfir meðal annars að þau vilji að vinnuvikan verði stytt enn frekar eða niður í 35 klukkustundir. „Við höfum sett fram þá megin stefnu í BHM að við viljum gjarnan sjá 35 tíma vinnuviku, 32 stunda vinnuviku í vaktavinnu. En það sem við setjum fram í okkar megin áherslum er að við viljum gjarnan sjá að vinnulöggjöfin endurspegli þann raunveruleika sem þegar er orðinn á íslenskum vinnumarkaði. Það er að segja, vinnulöggjöfin segir í dag að vinnuvikan sé 40 vinnustundir, í reynd er hún komin niður í 36 stundir. […] þá er eðlilegt að vinnulöggjöfin fari að minnsta kosti að endurspegla þennan raunveruleika,“ sagði Friðrik. Viðtalið við Friðrik sem og við fjármálaráðherra má sjá að ofan. Viðtal Friðriks hefst á 01:33. Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Ný skýrsla KPMG um það hvernig stytting vinnuvikunnar hefur tekist sýnir að fólk sé almennt ánægt með styttinguna. Sömuleiðis hafi launakostnaður ekki hækkað. Styttingin var tilraunaverkefni og var stofnunum ríkisins heimilt að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ræða vinnuvikuna frekar og nauðsynlegt sé að tryggja að fyrri markmiðum sé náð með góðum árangri áður en frekari skref séu tekin. Þúsundir starfsfólks hafa nú upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni og segir formaður BHM að vinnulöggjöfin þurfi að endurspegla raunveruleikann. Kjarasamningar losna hjá félaginu í mars á næsta ári og hefur BHM lýst því yfir meðal annars að þau vilji að vinnuvikan verði stytt enn frekar eða niður í 35 klukkustundir. „Við höfum sett fram þá megin stefnu í BHM að við viljum gjarnan sjá 35 tíma vinnuviku, 32 stunda vinnuviku í vaktavinnu. En það sem við setjum fram í okkar megin áherslum er að við viljum gjarnan sjá að vinnulöggjöfin endurspegli þann raunveruleika sem þegar er orðinn á íslenskum vinnumarkaði. Það er að segja, vinnulöggjöfin segir í dag að vinnuvikan sé 40 vinnustundir, í reynd er hún komin niður í 36 stundir. […] þá er eðlilegt að vinnulöggjöfin fari að minnsta kosti að endurspegla þennan raunveruleika,“ sagði Friðrik. Viðtalið við Friðrik sem og við fjármálaráðherra má sjá að ofan. Viðtal Friðriks hefst á 01:33.
Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20
Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45