Innlent

Lög­reglan rann­sakar stungu­á­rás í mið­bænum

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrr í dag tilkynning um einstakling sem hafði verið stunginn í hverfi 101. Einstaklingurinn reyndist vera með áverka á höndum og fótum.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að málið sé í rannsókn.

Í samtali við Mbl segir Rafn Hilm­ar Guðmunds­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu að fórnarlambið sem um ræðir hafi verið í  ann­ar­legu ástandi og því enn ekki hægt að fullyrða hvað átti sér stað. Hugsanlega gæti verið um sjálfs­áverka að ræða.

Þá var tilkynnt um aðila í hverfi 101 sem var í annarlegu ástandi. Einstaklingurinn kastaði niður blómapottum og veittist að fólki. Á öðrum stað í miðborginni var tilkynnt um konu sem var að betla.

Þá var einnig tilkynnt um aðila sem neitaði að yfirgefa slysadeild. Var honum vísað út af lögreglu.

Þá var tilkynnt um tvo aðila í hverfi 109 sem voru með rænulausa konu sín á milli. Fram kemur að málið sé í rannsókn. Þá barst tilkynning um nemanda með tazer á lofti í skóla í hverfi 111.0

Fréttin hefur verið uppfærð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.