Innlent

Slökkvi­lið kallað til til að reykræsta á Klappar­stíg

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Slökkviliðið sendi einnig sjúkrabíl á vettvang vegna íbúa sem hafði verið inni í reyknum.
Slökkviliðið sendi einnig sjúkrabíl á vettvang vegna íbúa sem hafði verið inni í reyknum. Vísir/Sigurður Orri

Klukkan 22:22 barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ósk um aðstoð við reykræstingu í íbúðarhúsnæði á Klapparstíg. Sjúkrabíll var einnig sendur á vettvang til að athuga ástand íbúa. 

Þetta staðfestir Guðmundur Hreinsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

„Það var óskað eftir dælubíl til að reykræsta íbúð og sjúkrabíl til þess að kanna ástandið á íbúa sem var inni í reyknum,“ segir Guðmundur.

Hann segist ekki vita að svo stöddu út frá hverju reykurinn kom, hvort lítill eldur hafi kviknað eða eitthvað hafi brunnið yfir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.