Innlent

Skipverjinn þriggja barna faðir sem flutti til Íslands ungur

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Framkvæmdastjóri Vísis segir samfélagið slegið vegna málsins.
Framkvæmdastjóri Vísis segir samfélagið slegið vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Skipverjinn á Sighvati GK-57 í Grindavík sem leitað hefur verið að frá því á laugardag heitir Ekasit Thasaphong og er fæddur árið 1980. Hann býr í Grindavík ásamt eiginkonu og þremur börnum. 

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, greinir frá nafni skipverjans í tilkynningu en tilkynningin var send í samráði við fjölskylduna. 

Ekasit kom til landsins ungur og hefur lengst af starfað hjá Vísi hf., bæði til sjós og lands. Fjölskylda hans er öll mjög virk í samfélaginu í Grindavík að sögn Péturs og tekur hann undir með bæjarstjóranum um að allt samfélagið sé harmi slegið vegna málsins.

Fjölskyldan þakkar samúð og vinarþel samfélagsins af alhug. Starfsfólk Vísis þakkar sömuleiðis öllum þeim sem hafa tekið þátt í leitinni og eru bænir allra hjá fjölskyldu og ættingjum Ekasit.

Leitin að Ekasit hefur ekki borið árangur enn sem komið er og hefur verið hætt í dag en hún heldur áfram strax í fyrramálið. Varðskipið Þór verður þá á svæðinu en ekki er búið að ákveða hvort þyrla Landhelgisgæslunnar verði notuð.

Aðgerðirnar voru sem mestar á laugardag og í gær, tóku alls 15 skip og bátar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni þegar mest var. Lögregla tók skýrslu af skipstjóra Sighvats, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun en telur ljóst að um sé að ræða hörmulegt slys

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Skýrsla tekin af skip­stjóranum í morgun

Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir.

Leitar­svæðið á Faxa­flóa stækkað í dag

Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×